top of page

Öll börn þurfa að læra tungumál og sum börn þurfa að læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri.

Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og

læsi barna sem læra íslensku sem annað mál, í samvinnu við foreldra.

 

Efnið skiptist í þrjá hluta:

1
2
3

Vefurinn er stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli. Vefinn er hægt að nýta í heilu lagi eða sem afmörkuð viðfangsefni á starfsmannafundum, deildarfundum, og fræðslufundum í samstarfi þeirra sem vilja efla þekkingu sína á þessu málefni.

 

Til viðbótar geta leikskólakennarar og foreldrar kynnt sér stuttmyndina „Tungumálið er gjöf frá mömmu og pabba“ 
sem fjallar um mikilvægi þess að tala við börn og vinna með orðaforða þeirra og bernskulæsi. Stuttmyndin er fáanleg á níu tungumálum á dönsku heimasíðunni Sprog er en gave

 

 

 

Höfundar efnisins eru Mette Wybrandt og Beata Engels Andersson.

Efnið er þýtt með leyfi frá Ministeret for børn, ligestilling, integration og sociale forhold í Danmörku.   

 

 

Verkefnið er styrkt af þróunarsjóði innflytjendaráðs.

Verkefnastjóri: Fríða Bjarney Jónsdóttir

Þýðandi: Nanna Kristín Christiansen

Vefhönnuður: Katrín Helena Jónsdóttir

bottom of page