top of page

Málörvun heima

3

Til þeirra sem vinna með ung tvítyngd börn

VELKOMIN

 

Á þessum vef er að finna lista með verkfærum og hugmyndum að málörvunarverkefnum sem foreldrar tvítyngdra barna geta unnið með börnum sínum. Vefurinn getur gagnast dagforeldrum, leikskólum og öðrum sem vinna með ung börn. Þið getið t.d. kynnt hugmyndalistann á foreldrafundum og í samræðum við foreldra. Hægt er að taka ljósrit eða prenta út margar af síðunum svo foreldar geti tekið þær heim með sér. Munið að tryggja að foreldrarnir skilji efnið og ræðið svo á eftir, bæði við foreldra og börn um það hvernig gekk. Mappan er fáanleg á nokkrum tungumálum á síðunni Sprog er en gave
 

Margar hugmyndirnar tengjast þemaverkefnum sem þið vinnið með í leikskólanum.  Þannig geta foreldrarnir haldið áfram með málörvunina sem þið hafið byrjið með í leikskólanum.  Á foreldrafundum og í samræðum við foreldra er hægt að bæta við hugmyndalistann með því að sýna og segja foreldrunum frá því hvernig þið vinnið með tungumálið í leikskólanum. 

Til foreldra

TUNGUMÁL

 

Barnið ykkar er að læra tvö eða fleiri tungumál. Það talar móðurmál sitt/sín og einnig annað mál. Á Íslandi er íslenska venjulega annað mál barnsins og um leið skólamálið.

Það er mikilvægt að barnið læri öll tungumálin sín þ.e.a.s. móðurmálið sitt og líka íslensku. Notið það tungumál heima sem ykkur er tamast. 
 

Í sumum fjölskyldum eru töluð mörg ólík tungumál, í öðrum fjölskyldum er aðeins talað eitt tungumál. Það er eðlilegt að barnið blandi tungumálunum saman til að byrja með. Barnið getur líka valið um að tala bara eitt tungumál á ákveðnu tímabili. Eða það talar eitt tungumál við suma í fjölskyldunni og svo annað mál við hina. Barnið getur lært fleira en eitt tungumál á sama tíma en fyrir sum börn getur það tekið lengri tíma. Sleppið því að leiðrétta barnið ef það segir eitthvað rangt. Segið heldur það sem barnið ætlar að segja á réttan hátt. Það er gott að ræða við barnið um hvað tiltekinn hlutur kallast á móðurmáli þeirra og á íslensku. Mikilvægt er að þið sem foreldrar talið mikið við barnið ykkar og eigið með því fjölbreyttar samverustundir sem þið ræðið um. Þið getið hjálpað barninu ykkar að læra tungumál með því að gera daglega eitthvað af því sem er á þessum vef. Ræðið við þá sem vinna með barninu þínu um hin ýmsu viðfangsefni og hugmyndir og spyrjið um allt sem þið viljið spyrja um.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel

 

bottom of page