top of page

Málörvun og foreldrasamstarf

Fundaleiðbeiningar og verkfæri til að nota í  samstarfi við

foreldra tvítyngdra barna um mál og læsi 

2

VELKOMIN

 

Þessi hluti inniheldur fundaleiðbeiningar og umræðuefni sem hægt er að nota á starfsmannafundum. Hann getur komið að góðum notum þegar þið veltið fyrir ykkur hvernig þið viljið þróa vinnu ykkar í samstarfi við foreldra tvítyngdra barna um málþroska þeirra og læsi. 

Fundaleiðbeiningarnar hjálpa ykkur við að skoða hvernig þið getið hugsað málörvun tvítyngdra barna inn í leikskólastarfið í tengslum við þemaverkefni, hversdagslegar athafnir og samtöl, ásamt því hvernig þið getið metið málþroska barnsins jafnt og þétt.

 

Þið getið valið um að nota leiðbeiningarnar í heild sinni eða einstök verkefni og æfingar sem ykkur finnst áhugaverðar og mikilvægar.

 

Með hverju verkefni er tímaáætlun sem segir til um hversu langan tíma það tekur u.þ.b. að fara í gegnum æfinguna og umræðurnar á starfsmannafundinum.

bottom of page