top of page

. VERKEFNI

Hugsið tungumál inn í þemaverkefni 

3

1

Málörvun í leikskóla

KYNNING

Þemaverkefni skapa sameiginlegt tungumál

 

Þið getið fléttað málörvun inn í öll þemaverkefni ykkar hvort sem þau tengjast náttúrunni, líkamanum, vélmönnum, tónlist eða einhverju allt öðru. Með þemaverkefnum skapast tækifæri til að auðga skilning barnanna á umheiminum og gefa hópnum sameiginlegar upplifanir og orðaforða sem börnin geta notað í samtölum sínum og leikjum. Það gefast einnig góð tækifæri til að nota ritmálið í margvíslegum þemaverkefnum.

​​​

 

Það má hugsa framvindu þemaverkefna í þremur áföngum:
 

  1. UNDIRBÚNINGUR:
    Hér er hægt að tryggja að börnin öðlist skilning og grunnþekkingu á þemaverkefninu og þeim viðfangsefnum sem á að vinna með, þetta má m.a. gera með hlutbundnum hætti s.s. með því að sýna ljósmyndir eða kanna hvað börnin vita þegar um viðfangsefnið. Mikilvægt er að vinna með sem flest skilningarvit barna. 
     

  2.  FRAMKVÆMD:  
    Á meðan þið framkvæmið verkefnið getið þið aukið skilning barnsins með því að nota orð og hutök sem eru þegar kunn (endurtekning) og bætt svo við nýjum orðum sem börnin kynnast á hlutbundinn hátt.

     

  3. ÚRVINNSLA:
    Að verkefninu loknu getið þið spurt barnið út í upplifanir sínar og virkjað orð og hugtök sem það hefur fengið að kynnast. Þið getið notað spurningar eins og manstu eftir?
    og unnið með endurtekningar á hlutbundinn hátt eins og t.d. með því að sýna ljósmyndir, fara í leiki, lesa upphátt, segja frá, nota leikræna tjáningu, listsköpun
    fara í lestrar- og ritmálsleiki, nota orðaöskjur- poka, orðaspjall o.fl.

1. SKREF - KYNNING:

Segðu stuttlega frá því að þið munið vinna með efnið:Tungumál í þemaverkefnum.

Þú getur t.d:

 

   Sagt eitthvað frá því sem kemur fram hér að framan
 

   Gefið dæmi um þemaverkefni sem þið hafið unnið með áður

 

 

2.SKREF - ÆFING:

Prentaðu út næstu tvö blöð og dreifðu þeim til hópanna


   Biðjið hópana um að skipuleggja tiltekið þemaverkefni með áherslu á að auka          orðaforða. Hægt er að skrifa tillögur þátttakenda á eyðublaðið sem merkt er :      
   Þemaverkefni.    
   Notið ca 20 – 30 mín.

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 
Biðjið hvern hóp um st
utta samantekt. Skráið e.t.v.. tillögur hópana að þemaverkefnum á flettitöflu svo allir geti séð þær.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Til að koma einhverjum af tillögum ykkar í framkvæmd má biðja þá sem hafa áhuga, um að fullvinna eitt eða fleiri af þemaverkefnunum.

Tillögur til fundarstjórans

VIÐBÓTARÆFING:

Hægt er að þróa þetta verkefni áfram með því að gera orðaöskju og poka sem innihalda hluti, bækur o.fl. sem tilheyra þemaverkefninu.

bottom of page