top of page

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Málörvun í leikskóla

1

Svona notið þið fundaleiðbeiningar á starfsmannafundinum:

 

Fyrir fundinn

Inntak og tímaáætlun:  Sá sem ber ábyrgð á skipulagningu starfsmannafundarins getur byrjað á því að skoða skipulagsblaðið sem fylgir hér á eftir. Þar fáið þið yfirlit yfir efnið og æfingarnar sem verkefnið inniheldur. Þið getið einnig skráð niður hvenær fundir um hin ýmsu verkefni verða haldnir.

Með hverju verkefni má finna tillögur að því hvernig hægt er að taka efnið fyrir á starfsmannafundinum.

Skipulagsblaðið. Á skipulagsblaðinu finnið þið bakgrunnsupplýsingar og ráð um hvernig þið getið leitt framvinduna á fundinum. 

Æfingar. Í hverju verkefni eru ýmsar æfingar sem hægt er að prenta út og dreifa til þátttakenda fyrir fundinn. Viðbótaræfingarnar er hægt að nota sem aukaefni á fundum einnig getið þið og vinnufélagar ykkar nota þær á milli funda.

Á fundinum

Skiptið starfsfólkinu upp í þriggja til fjögurra manna hópa.

Kynnið verkefnið sem á að vinna með á fundinum. Dreifið og farið í gegnum þær æfingar sem þið hafið valið.

Gerið sameiginlega samantekt á æfingunni og komið ykkur saman um hvaða viðfangsefni og nýjungar þið viljið innleiða í leikskólann.

Tillögur

Þið getið fundið hugmyndirmismunandi fundum og hópverkefnum í 6. verkefni: Aðgerðir og nýjungar sem unnið verður með á næstunni.

Eftir fundinn

Samantektarblað:  Skráið á samantektarblaðið hvaða nýjungar þið hafið ákveðið að innleiða innan hvers verkefni, svo þið getið minnt hvert annað á það í dagsins önn og á næsta fundi ykkar.

Munið að gefa ykkur tíma fyrir matsfundi þar sem þið fylgið eftir þeim nýjungum sem hafa verið innleiddar. Það má finna hugmyndirmatsfundum í 7. verkefni: Mat á nýjungum sem hafa verið innleiddar.

bottom of page