top of page

. VERKEFNI

Mat á nýjungum sem hafa verið innleiddar

7

1

Málörvun í leikskóla

KYNNING

Það góð hugmynd að vera með matsfund þegar þið hafið prófað ný verkefni.

Þið getið notað matsfundinn til að taka saman það sem þið hafið gert, það sem þið hafið lært og hvað þið viljið halda áfram að vinna með.

1. SKREF - KYNNING:

Gerið stuttlega grein fyrir því að nú eigi að meta nýju verkefnin sem þið hafið unnið með .
Þú gætir t.d. sagt að þið ætlið að :

   Tala um það sem ykkur hefur gengið vel með síðan síðast

   
   Tala um hvað hefur gengið vel og það sem ekki hefur gengið eins vel og hvað        
   hver um sig hefur lært

 

   Ákveða hvað þið munið gera í framhaldinu. T.d. hvaða verkefni þið munið halda
   áfram að vinna með og hvaða ný verkefni þið munið innleiða.


2.SKREF - ÆFING:

Prentið út eftirfarandi æfingu Hvernig hefur gengið, og hvað gerum við nú?  Dreifið henni til þátttakenda. Biðjið þá um að vinna hana tvö og tvö saman.
Notið ca 20 mín.

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 

Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi. Skrifið t.d. helstu atriðin á flettitöfluna.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Ræðið saman um það hvaða verkefni þið viljið halda áfram að vinna með og hverju þið viljið bæta við. Notið t.d. nokkrar af æfingunum í „Tungumál er gjöf“.

Tillögur til fundarstjóra

bottom of page