. VERKEFNI
5
Símat á málþroska barnsins
1
Málörvun í leikskóla
KYNNING
Finnið hugmyndir í kaflanum:
Málörvun heima
Þeir fullorðnu einstaklingar sem standa barninu næst eru best til þess fallnir að meta málþroska þess.
Foreldrar og leikskólakennarar þekkja barnið best og eru þess vegna hæfastir til að meta hvernig málþroski barnsins þróast.
Ýmsar leiðir eru færar til að fylgjast með málþroskanum og meta hann. Fyrir utan skipulagt mat er mikilvægt að fylgjast með og meta jafnt og þétt hvort framfarir barnsins eru í samræmi við væntingar.
Við fáum víðara sjónarhorn á málþroska barnsins þegar við styðjumst bæði við skipulagt mat og símat í daglegu starfi þar sem skipulagða matið gefur aðeins upplýsingar um stöðu barnsins á því augnabliki sem matið fer fram, og oft bara í samanburði við eintyngd börn.
Virkjið foreldrana
Sá sem framkvæmir matið þarf að hafa þekkingu á forsendum og sögu tvítyngda barnsins. Hafið í huga að foreldrarnir búa yfir mikilvægri vitneskju um málþroska barns síns.
Spyrjið foreldrana að því hvernig þeir upplifa málþroska barnsins og gefið þeim hlutdeild í símatinu.
Þetta getur orðið upphaf af áframhaldandi samstarfi um málþroska barnsins í leikskólanum og á heimilinu. Jafnframt veitir það ykkur gott tækifæri til að leiðbeina foreldrum um það hvernig þeir geti sjálfir stutt við málþroska barnsins.
Vinnið úr frá forsendum og áhuga barnsins
Líta má á íslensku tvítyngda barnsins sem málið sem er á leiðinni (e. emergent).
Barnið byggir áframhaldandi málþroska sinn á þeim grunni sem það þegar hefur í móðurmáli sínu.
Mikilvægt er að málörvun barna eigi sér stað í námsumhverfi án aðgreiningar þar sem málkunnátta þeirra er viðurkennd og virkjuð í viðfangsefnum leikskólans. Þannig læra líka önnur börn í hópnum að líta á tungumál tvítyngdra barna sem málið sem er á leiðinni í stað þess að líta á það sem rangt tungumál. Þið getið lagt ykkar að mörkum með því að vera forvitin um barnið, sýna áhuga því sem það segir og nýta þá styrkleika sem barnið býr yfir í samskiptum sínum til frekari vinnu. Ef barnið gerir t.d. málfræðivillur þá er hægt að orða rétt það sem það er að segja og koma þannig til móts við barnið. Á þann hátt styðjið þið barnið í stað þess að leiðrétta það.
Gott er að hafa metnað fyrir hönd barnsins og það má alveg gera svolitlar kröfur – börn læra af áskorunum það á bæði við um tungumál og nám. Í meginatriðum skiptir mestu máli að börn og fullorðnir tali mikið saman og að allir spyrji leitandi spurninga. Fullorðna fólkið þarf að leggja sig fram um að nota blæbrigðaríkt og fjölbreytt tungumál og fagleg orð. Börn sem eru að byrja í grunnskóla þurfa að fá kynningu á skólamáli (t.d. pennaveski, frímínútur, skólaár, frístundaheimili) í merkingarbæru samhengi.
1. SKREF - KYNNING:
Segðu stuttlega frá því að þið munið vinna með málefnið: Símat á málþroska barnsins. Þú getur t.d:
Sagt frá einhverju af því sem fram kemur í kaflanum hér á undan.
Gefið dæmi um hvernig þið notið símat þegar þið fylgist með og metið málþroska tvítyngdra barna frá degi til dags.
2.SKREF - ÆFING:
Prentið út næstu tvö eyðublöð og dreifið þeim til hópana. Biðjið hópana um að ræða saman um hvernig hægt sé að búa til dagbók sem nota má þegar málþroski barnsins er metinn í daglegu starfi og hvernig hægt er að fá upplýsingar um málþroska barnsins frá foreldrunum. Þeir geta skráð hugmyndir sínar á eyðublaðið. Notið ca 20 – 30 mín.
3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI:
Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi.
Skráið e.t.v. tillögur hópanna varðandi dagbækurnar á flettitöfluna svo allir geti séð þær.
4. SKREF - FRAMKVÆMD:
Til að einhverjar af hugmyndum ykkar verði að veruleika getur þú beðið þátttakendur um að gefa kost á sér til að vinna áfram að þróun dagbóka fyrir málþroskamat.
Tillögur til fundarstjóra
Er það reynsla foreldra að málþroski barnsins í móðurmálinu sé eðlilegur t.d:
-
Hefur barnið hjalað?
-
Hvenær sagði barnið fyrstu orðin?
-
Talar barnið svipað og jafnaldrar þess á móðurmálinu?
-
Á barnið frumkvæði að samtölum við systkini sín, forelda, vini og ættingja á
móðurmálinu?
-
Hefur barnið átt við eyrnavandamál eða aðra sjúkdóma að stríða sem gætu hafa seinkað máltökunni?
-
Er barninu eðlilegt að nota móðurmálið heima eða hafa orðið breytingar á tungumáli fjölskyldunnar þannig að hún talar nú yfirleitt íslensku?
-
Hvaða tungumál talar barnið og systkini þess sín á milli?
-
Hversu lengi hefur barnið verið á Íslandi?
-
Hversu lengi hefur barnið verið í íslensku málumhverfi (t.d. í leikskóla)?
-
Finnst barninu gaman að láta lesa fyrir sig?
Það getur verið gott að nota sumar af þessum spurningum í móttökuviðtalinu
við foreldrana.