top of page

. VERKEFNI

4

Styrkið dagleg samtöl ykkar við börnin  

1

Málörvun í leikskóla

KYNNING

Hvernig samtöl?
Rannsóknir sýna að samtöl leikskólakennara við börn, sem hafa sama móðurmál og þeir, snúast oft um flókna hluti þar sem fullorðna fólkið þekkir ekki svarið fyrirfram. Það er algengara að samtöl og spurningar sem tvítyngd börn fá séu einfaldari og hafi beinni kennslufræðilegan tilgang þar sem leikskólakennarinn veit svarið fyrirfram
 t.d. Hvað eru mörg hjól á strætó?
 

Í leikskólum snúast samtöl við börn oft um einhvern fremur en eitthvað. Þetta eru einkasamtöl þar sem börnin orða tilfinningar með því að tala um hversdagslega hluti t.d. hvað þau hafa gert um helgina, sjónvarpsþætti og reynslu úr fríum. Þar að auki einkennast samtölin oft af því að þau eru hröð og þátttakendur skiptast á að hafa orðið. Það getur reynst tvítyngdum börnum erfitt að fá aðgang að þessum samtölum.
 

Spyrjið leitandi spurninga 

Leggið áherslu á samtöl um eitthvað frekar en einhvern til þess að tvítyngd börn eigi auðveldara með að fá aðgang að samtölunum. Verið forvitin um það hverju börnin hafa áhuga á t.d. pýramídum eða fallegum steinum – og leggið ykkur fram við að spyrja leitandi spurninga í stað þess að nota spurningar sem hafa kennslufræðilegan tilgang.
 

Ofanritað er byggt á bókinni Leikskólinn skiptir máli (Børnehaven gør en forskel) eftir Charlotte Palludan, menningarfræðing og lektor PhD við Uppeldis-og menntunarsvið Árósarháskóla.

1. SKREF - KYNNING:

Segðu stuttlega frá því að þið ætlið að vinna með málefnið: Styrkið dagleg samtöl við börnin. Þú getur t.d. sagt aðeins frá því sem stendur í kaflanum hér að framan.

2.SKREF - ÆFING:

Prentaðu út eyðublaðið hér á eftir, klipptu fullyrðingarnar út og dreifðu þeim á hópana. Í hverjum hópi skiptast þátttakendur á að draga fullyrðingu úr bunkanum, lesa hana upphátt og ræða viðkomandi fullyrðingu í hópunum. Er fólk sammála/ósammála um það sem stendur á miðanum? Notið ca 20 mínútur í æfinguna.

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 
Gerið stutta samantekt í hverjum hópi. Það má t.d. skrifa aðalatriðin á flettitöflu, þannig geta allir séð vangaveltur þátttakenda.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Starfsfólkið ræðir saman um hvort það sé eitthvað sem það vill breyta eða leggja sérstaka áherslu á í daglegum samtölum sínum við tvítyngdu börnin.
Mælt er með því að skrifa á flettitöflu.

Tillögur til fundarstjóra

VIÐBÓTARÆFING:

Það er hægt að gera viðbótaræfinguna Klippimynd - í sporum barnsins ef þið viljið komast að áhugamálum hvers barns til að nýta í samtölum við það.

bottom of page