top of page

1. VERKEFNI

Þekking og reynsla varðandi foreldrasamstarf

Málörvun og foreldrasamstarf

 

2

KYNNING

Mismunandi væntingar til samstarfs

 • Foreldrar og leikskólakennara geta haft ólíkar hugmyndir um það hver séu markmiðin með samstarfi þeirra.
   

 • Það getur verið óljóst í hugum foreldra, sem eru nýbyrjaðir með börnin sín í leikskólanum, hvert sé markmiðið með leikskólastarfinu og misjafnt hvers stofnunin og foreldrarnir vænta hvert af öðru.
   

 • Það er e.t.v. upplifun ykkar að foreldrar og starfsfólk leikskólans hafi mjög ólíkar væntingar til samstarfsins m.a. með tilliti til hlutverks foreldra og þess vegna er mælt með því að leikskólastarfsfólkið ræði væntingar sínar til foreldra.
   

 • Allir foreldrar vilja börnunum sínum það besta, vilja leggja sitt af mörkum og styðja við þroska og nám barna sinna.
   

 • Allir foreldrar hafa getu og lífsreynslu sem þið getið virkjað í leikskólanum. Þegar þið sem leikskólakennarar sýnið áhuga á reynslu foreldranna og stuðlið að sameiginlegum upplifunum byggið þið upp traust og gefið foreldrunum góðan grunn til að styðja við málþroska barna sinna.

1. SKREF - KYNNING:
Segðu stuttlega frá því hvers vegna þið ætlið að vinna með verkefnið:
Þekking og reynsla varðandi foreldrasamstarf á fundinum, og hvers þið væntið. 
Þú getur t.d. sagt frá einhverju af því sem fram kemur hér á undan.
Gott samstarf foreldra og leikskóla er alltaf mikilvæg fjárfesting, það fær foreldra til að upplifa sig velkomna, dregur úr ýmiskonar misskilningi og auðveldar foreldrum að taka þátt í samstarfi við leikskólann þegar  til lengri tíma er litið.

2.SKREF - REYNSLA:
Í hverjum hópi skiptast þátttakendur á að segja frá því hvað kemur upp í huga þeirra varðandi spurninguna:

        Hvaða reynslu hef ég að samstarfi við foreldra tvítyngdra barna?

Hver þátttakandi fær eina mínútu til að segja frá.
Gerið stutta samantekt í hverjum hópi.

3. SKREF - ÆFING: 
Prentaðu blaðið með æfingunni Að samræma væntingar hér fyrir neðan og dreifðu því til allra hópanna. Biddu hvern hóp um að gera æfinguna.
Notið u.þ.b. 15 mín.
 

4. SKREF - SAMANTEKT:
Biddu alla hópana að segja frá því sem þeim fannst vera mikilvægast af því sem þau ræddu. Skrifið e.t.v. minnispunkta á flettitöflu.

Tillögur til stjórnanda

Viðbótaræfing: Þið getið gert æfinguna Umræður um foreldrasamstarf þar sem þið skiptist á skoðunum um viðhorf ykkar gagnvart samvinnu við tvítyngda foreldra.

bottom of page