top of page

3

Málörvun heima

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Svona má nota hugmyndalistann

Undirbúið foreldrasamtöl

 

Svaraðu spurningunum á Undirbúningsblaðinu þegar þú ert að undirbúa samtal við foreldra þar sem  þú ætlar að kynna  þeim málörvunarverkefni sem þeir geta nýtt heima.


Á hugmyndalistanum finnur þú yfirlit yfir mismunandi fjölskylduverkefni flokkuð eftir þemum og mismunandi viðfangsefnum. Veldu nokkur af viðfangsefnunum og lagaðu þau að þemaverkefnunum sem þið eruð að vinna með.


Í samtalinu getur verið ráðlegt að spyrjast fyrir um áhugamál foreldra og úrræðin sem þeir hafa og leggja svo til viðeigandi málörvunarverkefni sem geta stutt við málþroska barnsins þeirra. Það er getur líka verið gagnlegt að sýna foreldrunum hvernig viðfangsefnin eru í framkvæmd.

Tillögur

 Stuðlið að því að foreldrar og börn taki þátt í verkefnum sem skila góðum árangri.
Leggið aðeins til verkefni sem hæfa daglegu lífi fjölskyldunnar. Það getur hentað mörgum foreldrum vel að fá tilboð um að koma í leikskólann til þess að öðlast sameiginlegar upplifanir og fá innsýn í hefðbundið starf barnsins og fá þannig tækifæri til að tala um það við barnið þegar þegar heim er komið

Undirbúið foreldrafund um málörvun á heimilinu

Þið getið fundið hugmyndir að skipulagi foreldrafunda, um málörvun á heimilinu, í verkefninu: Skipuleggið foreldrafund/samráðsfund um málörvun á heimilinu.

bottom of page