top of page

2

Málörvun og foreldrasamstarf

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Svona notið þið fundaleiðbeiningar á starfsmannafundinum:

 

Fyrir fundinn

Inntak og tímaáætlun:  Stjórnandi getur byrjað á því að skoða áætlunarblaðið sem fylgir hér á eftir. Þar fáið þið yfirsýn yfir efni og æfingar sem verkefnið Málörvun og foreldrasamstarf inniheldur. Þið getið einnig skráð hjá ykkur hvenær fundir um hin ýmsu verkefni verða haldnir.

Í hverjum hluta má finna tillögur að því hvernig hægt er að vinna með verkefnið á fundum.

Skipulagsblaðið. Á skipulagsblaðinu finnið þið bakgrunnsupplýsingar og tillögur um hvernig þið getið byggt fundina upp.

Æfingar. Í hverju málefni eru ýmsar æfingar sem hægt er að prenta út og dreifa til þátttakenda fyrir fundinn. Viðbótaræfingarnar er hægt að nota sem aukaefni á fundum, einnig getið þið og vinnufélagar ykkar nota þær á milli fundanna.

Á fundinum

Skiptið starfsfólkinu upp í þriggja til fjögurra manna hópa.

Kynnið verkefnið sem á að vinna með á fundinum. Dreifið og farið í gegnum þær æfingar sem þið hafið valið.

Gerið sameiginlega samantekt á æfingunni og komið ykkur saman um hvaða viðfangsefni og nýjungar þið viljið innleiða í leikskólann.

Eftir fundinn

Samantektarblað:  Skráið á samantektarblaðið hvaða nýjungar þið hafið ákveðið að setja af stað innan hvers verkefnis, svo þið getið minnt hvert annað á það í dagsins önn og á næsta fundi ykkar.

Munið að gefa ykkur tíma fyrir matsfund þar sem þið fylgið eftir nýjungum sem þið innleiðið. Það má finna hugmyndir að matsfundum í síðasta hlutanum í  7. verkefni Mat á nýjungum sem við höfum innleitt.

bottom of page