top of page

6

. VERKEFNI 

Viðfangsefni og nýjungar framundan

Málörvun og foreldrasamstarf

 

2

KYNNING

Setjið aðgerðir bak orðanna – takið eitt skref í einu

Þegar þið hafið unnið með verkefni og æfingar úr Tungumálið er gjöf er mælt með því að þið safnið hugmyndum ykkar saman og gerið áætlun varðandi verkefnin sem þið ætlið að innleiða á næstunni. Takið eitt skref í einu og byrjið ekki á of mörgum verkefnum í senn. Gefið ykkur tækifæri til að

upplifa litla sigra sem geta orðið að mörgum.

 

Innleiða þarf nýjar venjur

Það getur tekið tíma að innleiða nýjungar og gera þær að venjum í daglegu starfi og þess vegna er mælt með því að þið ræðið saman um hvaða verkefni þið ætlið að innleiða, hver gerir hvað og hvenær þið munuð meta árangurinn.

1. SKREF - KYNNING:

Biddu hvern þátttakanda um sig um að líta á æfingarnar sem þið hafi gert og að skoða samantektirnar sem þið hafið skrifað á flettitöfluna. Þátttakendur ræða saman tveir og tveir um það sem þeir vilja nákvæmlega gera í næstu viku/mánuði til að styrkja samstarfið við foreldra tvítyngdu barnanna.

Látið orðið ganga hringinn og skráið tillögurnar á flettitöflu.


2.SKREF - ÆFING:

Þú getur valið eina af æfingunum sem fylgja hér á eftir og rætt um hvaða verkefni þið innleiðið og hver á að gera hvað og hvenær​

 

3. SKREF - SKIPULEGGIÐ MATSFUNDI: 

Ákveðið hvaða dag þið ætlið að fara yfir og meta hvernig nýju verkefnin hafa gengið. Hægt er að finna hugmyndir fyrir matsfundinn í 7. Hluta: Mat á nýjungum sem hafa verið innleiddar.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Látið orðið ganga hringinn og gefið þátttakendunum kost á að segja frá því hvað þeim finnst þeir hafa fengið út úr fundinum t.d. tvö mikilvægustu atriðin. Notið að hámarki ½ mín á mann.

Tillögur til fundarstjóra

bottom of page