top of page

. VERKEFNI

5

Samræður við foreldra um málörvun á heimilinu

2

Málörvun og foreldrasamstarf

 

KYNNING

Ath. Veltið því fyrir ykkur hvort þörf er á túlki til að hægt sé að halda uppi góðum samræðum við foreldra. Kynnið ykkur þær reglur sem gilda um túlkaþjónustu.​

Foreldrar hafa mikil áhrif á málþroska barna sinna.

Foreldrar gera sér ekki allir ljóst hversu mikil áhrif þeir hafa á málþroska barna sinna. Þess vegna getið þið átt þátt í að vekja athygli foreldra á því hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum til að örva málþroska barnsins á heimilinu.

 

Þið sem leikskólakennarar getið sýnt og sagt foreldrunum frá því hvernig þið vinnið með tungumálið í leikskólanum og hvernig foreldrar geta stutt við starfið heima fyrir.

 

Það er mikilvægt að virkja foreldra markvisst í vinnunni með tungumálið. Hægt er að nýta foreldrafundi/samráðsfundi og foreldarviðtöl til að gefa foreldrum tiltekin dæmi um hvernig þeir geta skapað auðugt lærdómsumhverfi á heimilinu – bæði á íslensku og á móðurmálinu.

 

Vinnið út frá áhuga foreldra

Það er alltaf matsatriði hversu mörg góð ráð og verkefni maður á að gefa foreldrunum. Áhugi foreldra sker úr um það hvort þeir fara að vinna að málörvandi verkefnum og venjum á heimilinu. Þess vegna er mælt með því að vera vakandi fyrir áhuga foreldranna og tækifærunum sem þeir hafaog á grundvelli þess má svo leggja til viðeigandi málörvunarverkefni. Sýnið þolinmæði og verið opin fyrir hugmyndum foreldra.

 

Hér finnið þið upplýsingar um túlkaþjónustu fyrir leikskóla í Reykjavík

1. SKREF - KYNNING:

Segðu í stuttu máli frá því að þið ætlið að vinna með efnið: Samræður við foreldra um málörvun á heimilinu.

Þú getur t.d.

   Gengið út frá kynningarblaðinu hér á undan

    Gefið dæmi um hvenær þið hvetjið foreldra til að örva mál barnsins
    á heimilinu


2.SKREF - ÆFING:

Prentaðu út blaðið með æfingunni Skipuleggið foreldrafund/ samráðsfund um málörvun á heimilinu og dreifið hugmyndaskránni sem er í hlutanum Málörvun á heimilinu til hópanna. Biddu hvern hóp um að gera æfinguna og finna hugmyndir að fjölskylduverkefnum sem þeir geta bent foreldrunum á.

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 

Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi, þar sem þátttakendur segja frá því sem þeir hafa rætt.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Ræðið saman um það hvenær þið ætlið að halda foreldrafund um málörvun og hver á að taka ábyrgð á því að kynna einstök efni á fundinum.

Tillögur til stjórnanda

bottom of page