top of page

. VERKEFNI

4

Að virkja foreldra – með áherslu á málþroska barnsins  

Málörvun og foreldrasamstarf

 

KYNNING

Aflið upplýsinga frá foreldrum um málþroska barnsins

Foreldrar búa yfir mikilvægri vitneskju um málþroska barns síns. Þess vegna er mælt því með að þið spyrjið foreldrana um það því hvernig þeir upplifa málþroska barns síns bæði á íslensku og á móðurmálinu, og að virkja foreldra í símatinu. Þannig geta foreldrar lagt sitt af mörkum með þekkingu sinni á máli barnsins og þið getið skapað sameiginlegan grunn að áframhaldandi vinnu með málþroska barnsins í leikskólanum og á heimilinu.

Fáið hjálp frá foreldrunum til að gera móðurmál barnsins sýnilegt 

Það getur auðgað tungumálaþekkingu allra barnanna í leikskólanum þegar mörg tungumál eru til staðar í barnahópnum. Þess vegna er góð hugmynd að gera móðurmál barnsins sýnilegt í skreytingum og verkefnum leikskólans, hér skiptir þátttaka foreldrana miklu máli.

Það er hægt að hugsa um sýnileika móðurmáls tvítyngdra barna í leikjum, við dagleg viðfangsefni t.d. að leggja á borð, þegar lesið er upphátt um tiltekið efni, í leikrænni tjáningu, þemaverkefnum, söng/tónlist/takti, spilum, ferðum o.fl. Á þennan hátt má stuðla að því að litið sé á tvítyngda barnið sem þann sem býr yfir sérstakri færni – með því að kunna tvö tungumál- og hinir í hópnum geta notið góðs af tungumálaauðnum og þróað um leið skilning sinn á tungumálinu.

1. SKREF - KYNNING:

Segðu stuttlega frá því að þið ætlið að vinna með verkefnið: Að virkja foreldra – með áherslu á málþroska barnsins. Þú getur t.d.

       Gengið út frá kynningarblaðinu hér á undan

       Gefið dæmi um hvernig þið hafið virkjað móðurmál barnsins

        í leikskólanum ykkar.

2.SKREF - ÆFING:

Prentaðu út blaðið með æfingunni „ Spil um tungumál og virkni foreldra“ hér á eftir, og dreifðu því til hópanna. Biddu hvern hóp um að gera æfinguna – notið u.þ.b. 30 mín.

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 

Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi. Skrifið t.d. tillögur á flettitöfluna svo allir geti séð.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Til þess að gera einhverjar af hugmyndum ykkar að veruleika getið þið látið orðið ganga og komið ykkur saman um hver tekur að sér að fylgja eftir hverri hugmynd. Samstarfsfólkið getur t.d. notað spilin til að skrifa á þau, hver gerir hvað og hvenær.

Tillögur til stjórnanda

bottom of page