top of page

. VERKEFNI

Þátttaka foreldra með sameiginlegum viðfangsefnum og reynslu

3

Málörvun og foreldrasamstarf

 

KYNNING

Sameiginleg verkefni efla traustið

 

Góð leið til að ávinna sér traust foreldra er að hittast við óformlegri aðstæður en í viðtölum og á fundum. Foreldrum finnst auðveldara að nálgast starfsfólkið með spurningum um daglegt starf þegar starfsfólk og foreldrar hafa hist á sameiginlegum viðburðum eins og í foreldrakaffi, á þemafundum með foreldrum, í ferðum, vorhátíðum o.s.frv. Það auðveldar líka foreldum að leita ráða og leiðsagnar hjá starfsfólkinu.

 

Að virkja styrkleika foreldra

Rannsókn sem unnin var í Danmörku (EVA) sýnir að foreldrasamstarf getur heppnast vel þegar foreldrar eru þátttakendur í þeim verkefnum sem bera uppi samstarfið. Þess vegna er mikilvægt að gefa foreldrum hlutdeild þegar þið ætlið að skipuleggja sameiginleg verkefni og fyrirkomulagið í leikskólanum varðandi samskipti.

Kynnið ykkur hvað  foreldrar geta lagt af mörkum með tillit til áforma ykkar. Það getur falist í því að leggja til efni á foreldrafundum, að taka þátt í að skipuleggja inntak og verkefni í fjölskylduferðum eða að gera minni hagnýt verkefni í leikskólanum.

Í stuttu máli sagt, gefið foreldrum tækifæri til þátttöku með því sem þeir hafa fram að færa. Leitið leiða til að skapa sameiginlegar upplifanir þar sem börnin eru í brennidepli og forðist að einblína á það sem foreldrarnir geta ekki gert í samanburði við það sem aðrir foreldrar í hópnum geta gert.

 

1. SKREF - KYNNING:

Segðu stuttlega frá því að þið ætlið að vinna í verkefninu: Að virkja foreldra  með sameiginlegum viðfangsefnum.

Þú getur t.d.

 

   Talað út frá kynningarblaðinu hér á undan.

 

   Nefnt dæmi um hvenær þið hafið virkjað foreldra til þátttöku í sameiginlegum         viðfangsefnum þar sem þið fáið tækifæri til að hitta foreldra í óformlegum    
   aðstæðum.

2.SKREF - ÆFING:

Prentaðu út blöðin með æfingunni „ Sameiginleg verkefni með foreldrum“ og „Foreldraþátttaka“ og dreifðu þeim til hópanna. Biddu hvern hóp um að gera æfinguna – notið u.þ.b. 30 mínútur

 

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 

Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi. Skrifið e.t.v. tillögur að verkefnum á flettitöfluna svo allir sjái.

 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Til þess að gera einhverjar af hugmyndum ykkar að veruleika getur þú beðið þátttakendur um að bjóða sig fram til að vinna áfram að skipulagningu foreldraverkefnanna.

Tillögur til stjórnanda

VIÐBÓTARÆFING:

Viðbótaræfing: Þið getið gert æfinguna: „Labb - rabb í grendinni“ ef þið viljið komast að því hvaða möguleikar eru til staðar  t.d. til að halda fundi, vinna verkefni og  gera æfingar, sem hægt er að nýta í samstarfinu við foreldra.

bottom of page