top of page

VERKEFNI

2.

Samræður og samskipti við foreldra

Málörvun og foreldrasamstarf

 

KYNNING

Spyrjið foreldra um barnið sitt 
 

  • Foreldrar tvítyngdra barna geta upplifað að skoðanir þeirra séu ekki teknar alvarlega. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að samræður við tvítyngda foreldra einkennist af jafnræði, virðingu og menningarnæmi.
     

  • Það er hægt að styrkja góð samskipti og ávinna sér traust foreldra með því að sýna áhuga og spyrja þá opinna spurninga um börn þeirra. Þannig öðlist þið vitneskju um fjölskylduna og sýnið áhuga á barninu og þörfum þess og tryggið að í samtölum við foreldrana verði það  ekki bara þið sem hafið orðið.
     

Lausnarmiðað og viðurkennandi samtal
 

  • Í lausnarmiðuðum samtölum er lögð áhersla á að tala um það sem við viljum ná fram fremur en það sem ekki gengur vel.
     

  • Dæmi: Ef þú spyrð foreldra að því hvers vegna þeir komi aldrei með regnföt fyrir barnið sitt, uppskerð  þú sennilega skýringar og afsakanir. En spyrjir þú að því hverskonar fatnað barnið noti í rigningu, eða hvort foreldrarnir hafi einhverjar spurningar til leikskólans varðandi útiveru barnanna er líklegra að svarið sem þú fáir beinist að því sem er framundan og á þann hátt verða foreldrar virkari þátttakendur í lausninni.

 

Í lausnarmiðuðum og viðurkennandi samtölum kjósum við að :
 

  • Tala um það sem gengur vel

  • Tala um þá framtíð sem við óskum eftir og dreymir um

  • Tala um lausnir: „Við getum“

  • Samþykkja mismunandi viðhorf og sjónarmið

  • Líta á breytingar sem eitthvað sem á sér stað í sjálfu samtalinu

Ath. Veltið því fyrir ykkur hvort þörf er á túlki til að hægt sé að halda uppi góðum samræðum við foreldra. Kannið hvaða reglur gilda um túlkanotkun.

1. SKREF - KYNNING:

Segðu stuttlega frá því að þið munið vinna með verkefnið: Samræður og  samskipti við foreldra. Þú getur t.d.

  • Rætt úr frá kynningarblaðinu hér á undan

  • Gefið dæmi um hvenær samræður ykkar við foreldra ganga vel og hvenær þið upplifið áskoranir
     

2.SKREF - ÆFING:

  1. Prentaðu blaðið með æfingunni „Öfugt hugarflug um samskipti við foreldra“ sem fylgir hér á eftir og dreifðu því til hópanna. Biddu hvern hóp um að gera æfinguna – notið u.þ.b. 20 mínútur.

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUNNI: 
Gerið stutta samantekt frá hverjum hópi.  
Skrifið t.d. tillögur hópanna varðandi samskipti á flettitöflu svo allir sjái þær.
 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Til þess að einhverjar af hugmyndum ykkar verði að veruleika getur þú beðið hvern starfsmann um að setja nafn sitt við þá hugmynd á flettitöflunni sem hann hefur mestan áhuga á að vinna að.

Tillögur til stjórnanda

Viðbótaræfing:
Þið getið unnið æfinguna „ Klippimynd- hvernig upplifa foreldrarnir samskipti okkar? Ef þið viljið fá betri innsýn í það hvernig tvítyngdir foreldrar upplifa skrifleg samskipti ykkar.

bottom of page