top of page

VERKEFNI

2.

Tengið tungumál barnsins daglegum aðstæðum

1

Málörvun í leikskóla

KYNNING

  • Það er hægt að hugsa tungumálið inn í leik barnsins og verkefni leikskólans.
     

  • Það getur auðgað tungumál allra barnanna í hópnum þegar mörg tungumál eru til staðar.
     

  • Stærsti hluti af tíma barna fer í leik, það liggur því beint við að kenna tungumálið í gegnum leikinn. Mikilvægt er að barnið upplifi tungumálanámið sem eðlilegan þátt af daglegu lífi án þess að því finnist það vera öðruvísi.​
     

  • Áhersla á málörvun getur falist í ýmsum verkefnum sem eru barninu kunnugleg t.d. í leikjum, daglegum viðfangsefnum eins og því að leggja á borð, þegar lesið er upphátt um ákveðið efni, leikrænni tjáningu, þemaverkefnum, íþróttum t.d. fótbolta, söng/tónlist, rími/þulum, spilum, vettvangsferðum o.fl.​
     

  • Það gefur líka góða raun að huga að ritmálinu þegar þið vinnið með málörvun barnsins t.d. í  ritmálsæfingum og leikjum.

1. SKREF - KYNNING:

Gerðu stuttlega grein fyrir því að þið ætlið að vinna með efnið:
Tengið tungumál barnsins daglegum aðstæðum. Þú getur til dæmis:

  • Sagt frá einhverju af því sem fram kom hér að framan

  • Gefið dæmi um hvernig þið vinnið með tungumálið í daglegum aðstæðum

2.SKREF - ÆFING:
Prentaðu út blaðið hér á eftir og dreifðu því til allra hópanna.

Einnig er hægt að prenta út hugmyndakassann til þess að fá fleiri hugmyndir inn í umræðuna.


       Þú hvetur nú hópana til að ræða spurningarnar tvær sem eru á blaðinu.

3. SKREF - SAMANTEKT Á ÆFINGUM: 
Takið saman nokkur atriði frá hverjum hópi. Þið getið t.d. skrifað þau á flettitöflu svo allar hugmyndirnar verði sýnilegar
 

4. SKREF - FRAMKVÆMD:

Til þess að koma einhverjum af hugmyndunum í framkvæmd getur hver starfsmaður sett nafn sitt við þá hugmynd á flettitöflunni sem hann hefur mestan áhuga á að vinna áfram með.

Tillögur til fundarstjórans

UM VINNUNA MEÐ RITMÁLIÐ

Tilgangurinn með því að leggja áherslu á ritmálið er að örva athygli barnsins, forvitni og gagnkvæm samskipti við ritunina. Áhugi barnsins vaknar og það byrjar að sýna málinu og rituninni áhuga, ekki aðeins á heimamáli sínu, heldur einnig á máli og ritun hinna barnanna. Börnin byrja að tala saman um mál og ritun og þau fá tækifæri til að verða litlir sérfræðingar í samskiptum sínum við fullorðna fólkið og hvert annað.

Með því að leggja áherslu á  ritun í leikskólanum er ekki ætlunin að innleiða grunnskólaverkefni sem geta orðið til þess að börnin sem tala íslensku njóta forréttinda. Ritunin á frekar að vera gott og eðlilegt framhald af daglegu uppeldisstafi leikskólans.

(Skrifað út frá áhrifum af Biliteracy i børnehaven; 2012).

bottom of page