top of page

1. VERKEFNI

Þekking og reynsla varðandi málþroska barna

1

Málörvun í leikskóla

KYNNING

Örvið mismunandi tungumál barnsins í daglegu starfi

 

  • Almennt tileinka tvítyngd börn sér tungumál á svipaðan hátt og þau sem læra eitt tungumál en oft tekur lengri tíma að ná tökum á tveimur tungumálum en einu. 

  • Það er mikilvægt að styðja íslenskunám tvítyngdra barna með því að flétta móðurmál þeirra inn í daglegt starf leikskólans. Það hefur jákvæð áhrif á félagslegan og vitsmunalegan þroska barna þegar þau fá tækifæri til að nýta alla tungumálaþekkingu sína og þar með einnig skilning sinn á umheiminum.
     

  • Tungumál lærast í félagslegu samhengi
     

  • Það er mikill kostur að samþætta málörvun tvítyngdra barna öðrum námsmarkmiðum sem þið vinnið að, t.d. þeim sem eru í skólanámskránni.
     

  • Það er einnig hægt að flétta málörvunina inn í starfið með því vera meðvituð um að orða daglegar athafnir með börnunum, t.d. um það sem þið eruð að gera.
    Á þann hátt verða bein tengsl á milli daglegrar reynslu barnsins og málþroskans. Tungumálanámið verður hagnýtara og það gefur barninu meiri tilgang til að læra tungumálið.​
     

  • Huga þarf sérstaklega að vinnu með orðaforða.
     

  • Í fljótu bragði virðist stundum sem íslensk orðanotkun barnsins sé óskipulögð en raunin er sú að tungumál barnsins er í stöðugri þróun, barnið er sífellt að prófa sig áfram með tilgátur í málinu „svona er þetta líklega á íslensku“ og það er stöðugt að byggja upp, leysa upp og endurmeta tungumálið í samtölum við aðra.

1. SKREF - KYNNING:
Segðu stuttlega frá því hvers vegna þið ætlið að vinna með málefnið:
Þekking og reynsla varðandi málþroska barna á fundinum og hverju þið
viljið ná fram.  Þú getur t.d. talað út frá kynningunni hér á undan.

 

2.SKREF - REYNSLA:
Í öllum hópunum skiptast þátttakendur á að ræða út frá spurningunni:


       Hvaða reynslu hefur hvert okkar af vinnu með málörvun tvítyngdra barna?
       Gerið stutta samantekt í hverjum hópi.
 

3. SKREF - ÆFING: 
Prentið út blöð með æfingunni Spurningar um þekkingu á
tungumálum
sem fylgir hér á eftir, og dreifið því til hópanna. Biðjið alla
hópana um að vinna verkefnið - notið u.þ.b. 15 mín. Dreifið þar á eftir
Spurningalista með svörum og biðjið þátttakendur um að bera svör sín
saman við það og ræða efnið.
 

4. SKREF - SAMANTEKT:
Biðjið hópana um að  skiptast á að segja frá því sem þeim fannst
athyglisvert og hvað kom þeim mest á óvart í æfingunni.
Skráið e.t.v. helstu atriðin á flettitöflu.

Tillögur til fundarstjóra

bottom of page